Svona er skimunaraðstaðan á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:47 Tíu básar verða settir upp í fyrstu og verður hægt að skima tvö þúsund farþega á sólarhring. Vísir/Einar Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03
Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22