Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 17:57 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira