Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 17:57 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli Haga hf. gegn Korputorgi ehf. og SMI ehf. þeim síðarnefndu í vil. Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 26. júní 2019 og var Korputorg og SMI sýknað af kröfum Haga auk þess sem Högum er gert að greiða hvoru félaginu fyrir sig 1.250.000 krónur. Hagar og SMI gerðu með sér leigusamning 1. september 2007 um hluta af verslunarmiðstöð sem fyrirhugað var að byggja við Blikastaðarveg 2-8 í Reykjavík, sem síðar varð Korputorg. Hagar hafa rekið matvöruverslun í nafni Bónus í húsnæðinu frá því það var tekið í notkun. Í leigusamningnum sem gerður var milli Haga og SMI er mælt fyrir um að Hagar skuli eiga forkaupsrétt að hinu leigða húsnæði. Húsnæðið var á þessum tíma í eigu Stekkjarbrekkna ehf. sem var dótturfélag SMI. Árið 2014 voru Stekkjarbrekkur sameinaðar SMI. Það var svo í desember 2013 sem allt húsnæðið að Blikastöðum 2-8 var seld Korputorgi ehf. en í kaupsamningnum er tekið fram að það sé forsenda hans að allir leigusamningar sem seljandi, SMI ehf., hefur gert við leigutaka muni halda gildi sínu og færast óbreyttir til kaupanda. Að sögn SMI fyrir dómi voru kaupin liður í uppgjöri félagsins við lánadrottna og var kaupandinn, Korputorg ehf., í eigu Davíðs Freys Albertssonar og Maríu Rúnarsdóttur sem einnig voru hluthafar í SMI og stjórnendur í báðum félögunum. Högum var því ekki boðið að nýta sér forkaupsréttinn þar sem ekki hafi verið um eiginleg fasteignakaup að ræða heldur lið í endurskipulagningu á SMI auk þess sem ekki hafi verið um að ræða sölu á húsnæðinu til þriðja aðila.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira