Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 21:16 Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta. Vísir/Sigurjón Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. „Þar er forsetinn ekki bundinn af neinu nema eigin sannfæringu og þær stundir geta komið að forseti hreinlega getur ekki hugsað sér að staðfesta lög frá Alþingi, vegna sannfæringar sinnar eða trúar,“ sagði Guðni og gaf dæmi um að þetta hafi gerst víða erlendis. „Sannfæring skiptir máli. Svo hefur sú venja skapast hér á Íslandi að kjósendur geta skorað á sinn forseta að synja lögum staðfestingar og þá er ljóst að viljinn þar á baki þarf að vera ríkur enda höfum við mörg dæmi um að áskoranir hafi verið afhentar forseta en forseti hafi ekki, bæði ég og forveri minn, séð sér fært að verða við þeim óskum vegna þess að krafturinn var ekki nægur.“ Guðmundur sagði hins vegar að forseta bæri skylda til að athuga málið þegar djúp gjá myndaðist milli þings og þjóðar. Þá tók hann dæmi um það að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hafi gert slíkt í IceSave málinu svokallaða. „Ég kom nú að þeirri undirskriftarsöfnun sem var auðvelt að safna vegna þess að málið var svo gríðarlega stórt. Síðan þá hefur orðið erfiðara og erfiðara að safna undirskriftum.“ „Hann [Guðni] nefnir að ég hafi safnað aðeins sjö þúsund undirskriftum,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í undirskriftasöfnun sem hann stóð fyrir í fyrra vegna þriðja orkupakkans. „Það voru þrjátíu þúsund undirskriftir sem skoruðu á Alþingi og á forsætisráðherra, á Guðna forseta. Það er hellingur af fólki, mjög mikið, plús það að það voru allar kannanir sem sögðu að það var 75-80 prósent á móti til dæmis orkupakkanum þannig hann hefði átt að vísa því til þjóðarinnar.“ Hvort fer forseti Íslands eða forsætisráðherra með valdið til að rjúfa þing? „Ég myndi segja að forsætisráðherra fari með það,“ sagði Guðmundur Franklín. Hann sagði þó að forsætisráðherra færi ekki alfarið með valdið: „Hann gerir það með forseta, ég hugsa að þeir verði að leita saman leiða að farsælli niðurstöðu. Ef að forsætisráðherra líður svo að hún eða hann geti ekki haldið áfram með sína stjórn þá verður hann að segja forseta frá sínum hugrenningum og þeir verða að tala saman.“ „Þetta er allt samtal og það skiptir máli að fólk skilji hvort annað. Það ætti aftur á móti ekki að fara fram hjá forseta að það séu erfiðleikar á stjórnarheimilinu eins og akkúrat núna. Við erum að glíma við gríðarlegan halla á fjárlögum, við erum að tala um fjögur-, fimmhundruð milljarða halla eða tekjutap,“ sagði Guðmundur áður en hann var stoppaður af. „Ég myndi ekki endilega samþykkja, ég myndi segja: „er ekki hægt að reyna þetta?“ Valdið er hjá báðum, löggjafarvaldið sem sagt. Þeir fara báðir með valdið.“ Guðni tók undir það og sagði að forseti gæti ekki rofið þing einn síns liðs, tillögu forsætisráðherra þyrfti til. „. Fyrr á tíð var litið svo á að forsætisráðherra hefði þetta vald einn síns liðs. Að forseta bæri skylda til að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof undanbragðalaust. En, nú er staðan sú að við lítum frekar svo á að forseta beri skylda til þess að kanna hug þings til þingrofstillögunnar og sé staðan sú til dæmis að meirihluti þings sé andsnúinn tillögu forsætisráðherra um þingrof þá tel ég að forseti hafi sjálfsvald um það hvort hann synjar tillögu forsætisráðherra um þingrof eður ei og þar að auki er skylda forseta að kanna hug annarra í ríkisstjórn.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar. „Þar er forsetinn ekki bundinn af neinu nema eigin sannfæringu og þær stundir geta komið að forseti hreinlega getur ekki hugsað sér að staðfesta lög frá Alþingi, vegna sannfæringar sinnar eða trúar,“ sagði Guðni og gaf dæmi um að þetta hafi gerst víða erlendis. „Sannfæring skiptir máli. Svo hefur sú venja skapast hér á Íslandi að kjósendur geta skorað á sinn forseta að synja lögum staðfestingar og þá er ljóst að viljinn þar á baki þarf að vera ríkur enda höfum við mörg dæmi um að áskoranir hafi verið afhentar forseta en forseti hafi ekki, bæði ég og forveri minn, séð sér fært að verða við þeim óskum vegna þess að krafturinn var ekki nægur.“ Guðmundur sagði hins vegar að forseta bæri skylda til að athuga málið þegar djúp gjá myndaðist milli þings og þjóðar. Þá tók hann dæmi um það að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hafi gert slíkt í IceSave málinu svokallaða. „Ég kom nú að þeirri undirskriftarsöfnun sem var auðvelt að safna vegna þess að málið var svo gríðarlega stórt. Síðan þá hefur orðið erfiðara og erfiðara að safna undirskriftum.“ „Hann [Guðni] nefnir að ég hafi safnað aðeins sjö þúsund undirskriftum,“ sagði Guðmundur og vísaði þar í undirskriftasöfnun sem hann stóð fyrir í fyrra vegna þriðja orkupakkans. „Það voru þrjátíu þúsund undirskriftir sem skoruðu á Alþingi og á forsætisráðherra, á Guðna forseta. Það er hellingur af fólki, mjög mikið, plús það að það voru allar kannanir sem sögðu að það var 75-80 prósent á móti til dæmis orkupakkanum þannig hann hefði átt að vísa því til þjóðarinnar.“ Hvort fer forseti Íslands eða forsætisráðherra með valdið til að rjúfa þing? „Ég myndi segja að forsætisráðherra fari með það,“ sagði Guðmundur Franklín. Hann sagði þó að forsætisráðherra færi ekki alfarið með valdið: „Hann gerir það með forseta, ég hugsa að þeir verði að leita saman leiða að farsælli niðurstöðu. Ef að forsætisráðherra líður svo að hún eða hann geti ekki haldið áfram með sína stjórn þá verður hann að segja forseta frá sínum hugrenningum og þeir verða að tala saman.“ „Þetta er allt samtal og það skiptir máli að fólk skilji hvort annað. Það ætti aftur á móti ekki að fara fram hjá forseta að það séu erfiðleikar á stjórnarheimilinu eins og akkúrat núna. Við erum að glíma við gríðarlegan halla á fjárlögum, við erum að tala um fjögur-, fimmhundruð milljarða halla eða tekjutap,“ sagði Guðmundur áður en hann var stoppaður af. „Ég myndi ekki endilega samþykkja, ég myndi segja: „er ekki hægt að reyna þetta?“ Valdið er hjá báðum, löggjafarvaldið sem sagt. Þeir fara báðir með valdið.“ Guðni tók undir það og sagði að forseti gæti ekki rofið þing einn síns liðs, tillögu forsætisráðherra þyrfti til. „. Fyrr á tíð var litið svo á að forsætisráðherra hefði þetta vald einn síns liðs. Að forseta bæri skylda til að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof undanbragðalaust. En, nú er staðan sú að við lítum frekar svo á að forseta beri skylda til þess að kanna hug þings til þingrofstillögunnar og sé staðan sú til dæmis að meirihluti þings sé andsnúinn tillögu forsætisráðherra um þingrof þá tel ég að forseti hafi sjálfsvald um það hvort hann synjar tillögu forsætisráðherra um þingrof eður ei og þar að auki er skylda forseta að kanna hug annarra í ríkisstjórn.“ Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent