Alvarlegasta smithættan á djamminu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2020 17:09 Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17