Alvarlegasta smithættan á djamminu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2020 17:09 Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17