Elítuvæðing Reykjavíkurborgar Vigdís Hauksdóttir skrifar 10. júní 2020 11:30 Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun