Vanhugsun eða falin dagskrá? - breytingartillaga um útlendingalög Toshiki Toma skrifar 9. júní 2020 16:33 Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun