Vanhugsun eða falin dagskrá? - breytingartillaga um útlendingalög Toshiki Toma skrifar 9. júní 2020 16:33 Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun