Skoða hvort stjórnarseta Evu Bryndísar hjá Högum brjóti gegn sátt Samkeppniseftirlitsins Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 14:41 Hagkaup er í eigu Haga. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins. Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun nú taka til skoðunar hvort seta Evu Bryndísar Helgadóttur í stjórn Haga brjóti gegn ákvæðum sáttar eftirlitsins og Haga frá 11. september 2018 sem undirrituð var vegna kaupa Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins. Markmið áðurnefndrar sáttar var að vinna gegn skaðlegum áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi á fyrirtækjum og í 22. grein sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. er fjallað um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar hf. gagnvart Högum. Ný stjórn Haga var kjörin á aðalfundi félagsins í dag 9. júní og var Eva Bryndís Helgadóttir ein þeirra sem náði kjöri í stjórn Haga. Eva Bryndís hefur áður gegnt embætti stjórnarformanns Olíudreifingar hf. og var enn skráður stjórnarformaður félagsins. Hagar höfðu 5. júní sl. tilkynnt að stjórnarkjör færi fram og að Eva Bryndís væri á meðal frambjóðenda til stjórnar. Taldi Samkeppniseftirlitið því rétt að vekja athygli Haga á því að það gengi gegn ákvæðum sáttarinnar ef sami einstaklingur sæti í stjórn Haga og Olíudreifingar. Þó svo að ef Eva næði kjöri og myndi segja af sér embætti hjá Olíudreifingu kæmi engu að síður til alvarlegrar skoðunar hvort seta hennar í stjórn Haga fæli í sér hættu á að viðkvæmar upplýsingar bærust milli fyrirtækja í andstöðu við sáttina. Skömmu fyrir aðalfundinn sem haldinn var fyrr í dag var óskað eftir því af hálfu Haga að staðfesting bærist frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki yrði gerð athugasemd við það að stjórnarkjör færi fram. Var brugðist skjótt við beiðninni og áréttað að kæmi til þess að eftirlitið teldi Evu Bryndísi ekki hæfa til setu í stjórn Haga vegna fyrri starfa hjá Olíudreifingu myndi það ekki leiða til sektarákvörðunar ef Hagar myndu bregðast við og kjósa nýjan einstakling í stjórn félagsins.
Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira