Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:09 Á Landspítala starfa 1.445 hjúkrunarfræðingar í alls 1.067 stöðugildum. vísir/vilhelm Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira