Helmingur stúdenta óttast að geta ekki mætt útgjöldum sínum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 15:25 Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Vísir/vilhelm Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“ Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Könnun Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið um atvinnumál og aðstæður stúdenta vegna Covid-19 dregur upp svarta mynd af stöðu stúdenta. LÍS telur stöðuna lítið hafa skánað frá því að svipaðar kannanir voru gerðar í apríl. Tæplega 2500 tóku þátt í könnuninni og bárust svör frá nemendum í öllum háskólum landsins sem og í háskólum erlendis. Niðurstaðan var sú að atvinnuleysi stúdenta væri enn um 40 prósent en í fyrrasumar voru 80 prósent svarenda í fullu starfi eða hlutastarfi. Aðeins 3,5 prósent voru þá atvinnulaus í virkri atvinnuleit. Þau segja stöðuna grafalvarlega en háskólanemar eru um átján þúsund talsins. Séu niðurstöðurnar heimfærðar á heildarfjöldann eru sjö þúsund stúdentar atvinnulausir samanborið við sex hundruð síðasta sumar. Þá sögðust 54,6 prósent ekki geta mætt útgjöldum sínum eða að þau myndu eiga erfitt með það. Í tilkynningu frá LÍS segja samtökin störf hjá hinu opinbera hjálpa mörgum stúdentum en aðeins hafi 1.500 störf verið auglýst. Það muni ekki grípa alla þá sem eru í atvinnuleit og stúdentar geti ekki beðið mikið lengur. „Sumarið líður og atvinnulausir stúdentar þurfa stuðning núna. Það er ekki hægt að bíða eftir næstu könnun eða næstu umferð auglýstra starfa, það verður of seint.“ Skrásetningargjöld íþyngjandi Þá segja þau úrræði vera nauðsynleg, einnig fyrir þá sem fá störf hjá hinu opinbera. Ráðningartímabilið sé aðeins tveir mánuðir og því einn mánuður sem stúdentar verða án tekna yfir sumartímann. Það vegi þungt í ljósi þess að 45,6 stúdenta telja 75 þúsund króna skrásetningargjöld opinberra háskóla vera íþyngjandi, og þau séu það enn frekar í einkareknum skólum. Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS. Háskóli Íslands ákvað að bjóða upp á sumarnám í sumar en samkvæmt tölfræði LÍS ætla 63 prósent ekki að nýta sér þann kost. Jafnframt myndu tólf prósent íhuga að taka námslán yfir sumartímann og af þeim aðeins sjö prósent ef þau yrðu áfram atvinnulaus. „LÍS furða sig ekki á þessari afstöðu stúdenta að vilja ekki skuldsetja sig frekar í efnahagskreppu. Stúdentar nýta sumarið í að safna fyrir vetrinum en námslán duga skammt í framfærslu og enganveginn til þess að safna sér inn framfærslu fyrir næsta skólaár.“ Landssamtök íslenskra stúdenta kallar eftir því að stúdentum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta. Það sé nauðsynlegt í núverandi efnahagsástandi og sé jafnframt afstaða margra, en um 2.600 skrifuðu undir ákall LÍS um að stúdentum verði tryggður réttur til bóta. „Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var tekinn af þeim árið 2010 en nú í efnahagsástandinu sem ríkir vegna COVID-19 gefst tækifæri til þess að leiðrétta það misrétti og veita stúdentum sama öryggisnet og öðru vinnandi fólki.“
Hagsmunir stúdenta Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19 „Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stúdentar senda fjögurra milljarða króna reikning á stjórnvöld Háskólastúdentar krefjast endurgreiðslu á atvinnutryggingagjaldi sem greitt hefur verið af launum stúdenta frá árinu 2010 19. maí 2020 12:19
„Störfin munu aldrei grípa alla“ Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. 17. maí 2020 14:45