Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira