Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira