Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira