Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 11:44 Bráðnunarvatn á Grænlandsjökli nærri Ilulissat á Vestur-Grænlandi í ágúst í fyrra. Mikil bráðnun varð á jöklinum í fyrra og hófst hún óvenjusnemma líkt og í ár. Vísir/Getty Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar. Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar.
Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31