Enskt úrvalsdeildarfélag tók lán upp á 29 milljarða til að ná endum saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 23:00 Þetta hefur verið strembið tímabil hjá Tottenham, innan vallar sem utan. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur tók lán upp á 175 milljónir punda þar sem liðið verður af gífurlegum upphæðum sökum kórónufaraldursins. Íþróttafélög um allan heim verða af gífurlegum fjárhæðum sökum kórónufaraldursins. Talið er að Tottenham verði af allt að 200 milljónum punda sökum þess að þurfa leika fyrir luktum dyrum en völlur félagsins tekur ríflega 62 þúsund manns í sæti. Þá verður félagið af miklum tekjum vegna annarra viðburða sem áttu að fara fram á heimavelli þeirra - sem heitir einfaldlega Tottenham Hotspur völlurinn - en hefur nú verið aflýst. Þar má nefna tónleika hjá Lady Gaga og Guns N‘ Roses sem og titilbardaga Anthony Joshua gegn Kubrat Pulev. Hefur félagið því ákveðið að taka lán upp á 175 milljónir punda eða 29 milljarða íslenskra króna. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að félagið hafi aldrei lent í öðru eins. „Á mínum tuttugu árum sem formaður félagsins hafa verið margar hindranir sem hefur þurft að yfirstíga en engin af þessari stærðargráðu. Það er mikilvægt að við vinnum saman og finnum örugga leið til að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaleikvanga,“ sagði Levy í viðtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins, BBC. Eftir að hafa tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár er Tottenham sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Chelsea sem sitja í 4. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það gæti þó farið svo að liðið í 5. sæti fái sæti í Meistaradeildinni fari það svo að Manchester City verði dæmt í bann fyrir brot á fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Það verður þétt spilað í ensku úrvalsdeildinni í sumar þegar tuttugu lið deildarinnar keppast við að klára níu síðustu umferðirnar í deildinni fyrir Verslunarmannahelgi. 3. júní 2020 10:30