Erlent

Bætist í hóp her­foringja sem gagn­rýna Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Dempsey er fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, en því embætti gegndi hann á árunum 2011 til 2015.
Martin Dempsey er fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, en því embætti gegndi hann á árunum 2011 til 2015. Getty

Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Donald Trump Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins.

James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra í stjórn Trumps, lét þung orð falla í fyrradag um Trump og líkti hugmyndum forsetans við hugmyndir nasista þriðja ríkisins og þá sakaði hann Trump um að ala á sundrung í Bandaríkjunum.

Nú hefur hershöfðinginn Martin Dempsey lagt sitt lóð á vogarskálarnar og segist hann hafa áhyggjur af hugmyndum forsetans um að beita hervaldi í landinu og segir hann slíkar hugmyndir hætturlegar.

Dempsey er fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, en því embætti gegndi hann á árunum 2011 til 2015.


Tengdar fréttir

Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni

Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×