Hvað ert þú að gera til að berjast gegn rasisma á Íslandi? Alondra Silva Muñoz skrifar 4. júní 2020 14:00 Meira en þrjú þúsund manns komu saman á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag til að mótmæla kynþáttahatri í Bandaríkjunum. Það er hughreystandi að sjá hversu mikinn stuðning þessi málsstaður fær á þessari litlu eyju í N-Atlantshafi sem Ísland er. Íslenskt þjóðfélag hefur lengi verið mjög einsleitt enda hafa langflestir íslendingar verið hvítir á hörund. Innflytjendamál og aðlögun að nýjum veruleika er tiltölulega nýtt fyrirbrigði en þetta eru málefni sem eru komin til að vera enda er um 14% af þjóðfélaginu okkar, einstaklingar sem eru ekki fæddir á þessari eyju. Í því samhengi vil ég benda þér á, lesandi góður, að breyting til batnaðar þarf einnig að eiga sér stað okkur nær. Ef þú vilt hafa áþreifanleg áhrif bið ég þig að hefjast handa í þeim félagsskap sem þér stendur næst. Samfélagið okkar á Íslandi er á margan hátt yndislegt og hefur það tekið vel á móti mér. Ísland er fyrir mér og mörgum öðrum af erlendum uppruna, nýtt heimili. En þetta svokallaða framsækna jafnréttis og velferðarsamfélag er ekki undanþegið rasisma, útlendingaandúð og annarri margþættri mismunun. Ég get bara talað frá eigin reynslu, og þegar ég gerið það þá er ég meðvituð um mín eigin forréttindi sem gagnkynhneigð, sís kona sem kann mörg tungumál, sem hefur góða menntun, gott starf, góðan fjárhag, íslenskan eiginmann og gott félagsnet. Ég óska þess að fólk sem er í viðkvæmari stöðu fái að deila sinni upplifun, að þeirra rödd heyrist og að líf þeirra sé virt. Rasismi er svo miklu nær en þú heldur, hann er alls staðar. Þú þarft ekki að þekkja einhvern sem er opinskátt kynþáttahatari til að verða vitni að rasisma. Rasismi á sér stað á vinnustaðnum, í sundlaugum, skólum, strætóskýlum, í matarboðum og á okkar eigin heimilum. Það þarf hugrekki til að hrinda af stað umbótum. Það þarf hugrekki til að flissa ekki óþægilega þegar einhver segir brandara sem þú veist að í kjarna sínum hefur hugmyndir og ályktanir sem eru uggvænlegar. Það þarf að hafa bein í nefinu til að segja frænda þínum að það megi ekki spyrja að þessu. Það þarf kjark til að standa með sinni sannfæringu og viðhalda sínum gildum þegar einhver lætur „saklausa“ athugasemd flakka sem þau töldu að myndi ekki vekja athygli. Það er ekki saklaust og á að vekja athygli. Ég tala frá minni reynslu og ég upplifi rasisma reglulega á Íslandi. Ég get sagt þér, lesandi góður, að stuðningur þinn í orði og verki, skiptir miklu máli. Ég er ekki að segja að ég geti ekki varið mig sjálf. Ég er að segja að forréttindum þínum, sem fyrsta heims, hvítum íslendingi fylgir skylda. Skyldan til að standa fyrir því sem rétt er, vegna þess að því miður þá heftur þín rödd meiri vigt og heyrist hærra í eyrum sumra. Það er ljóst að þinn stuðningur skiptir máli, enda getur hann leitt til annarrar niðurstöðu en ef hans nyti ekki við. Því ég spyr þig: Hvað gerir þú til að styðja innflytjendur í þínu umhverfi? Hvernig tryggir þú fólk sem nýtur ekki sömu forréttinda og þú líði eins og þau séu þáttakendur í samfélaginu? Hvað með fólk sem ekki er hvítt? Hvað með fólk sem talar litla eða enga íslensku? Hvað með nágranna þinn? konuna í eldhúsinu? manninn sem keyrir rútu eða sendibíl? konuna sem þrífur skrifstofuna þína? Tekur þú eftir þeim? Ég skil að sum ykkar áttið ykkur ekki á því hversu algengur og djúpstæður „mjúkur“ og „hversdagslegur“ rasismi er á Íslandi og þess vegna vil ég taka nokkur dæmi sem ég hef upplifað persónulega og útskýra hvað er t.d. ekki í lagi að segja. - Nei. Það er ekki viðeigandi að spyrja mig hvort ég sé á Íslandi vegna þess að ég giftist Íslendingi. Það móðgar mig og særir alveg óháð því hvort það væri satt eða ekki. Það vill hins vegar svo til að það er ekki raunin í mínu tilviki. Það er óviðeigandi að spyrja að því vegna þess að það gerir lítið úr konum og tengir virði þeirrar konu, sem er yfirleitt ekki hvít, við eiginmann hennar. Sumar konur ákveða að flytja til Íslands vegna þess að makar þeirra eru íslenskir, sumar komu hingað af öðrum ástæðum. Hvort sem það er þá er ráðlegging mín einföld: aldrei spyrja mig þessarar spurningar og aldrei spyrja mig út í dvalarleyfi mitt nema ég hafi veitt þér umboð sem lögmanni eða þú þarft að vita það sem vinnuveitandi minn. - Mér hefur verið sýnd vanvirðing og það hefur verið logið að mér af starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu. Í mörgum tilvikum hefur þó bætt úr skák að hafa maka minn mér við hlið sem er lögmaður sem talar íslensku og getur þá talað við viðkomandi starfsmann og hreinlega krafist þeirrar þjónustu sem ég sannarlega þarf. Þessar hindranir koma mér í uppnám þar sem ég er ófrísk og kann mjög illa við að treysta ekki heilbrigðiskerfinu sem á að sjá um mig. Þetta er því miður raunveruleikin í mörgum öðrum ríkum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem misskipting á grundvelli kynþáttar leiðir til þess að litaðar konur eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið við barnsburð en hvítar konur. Mér líður því miður oft eins og ég sé ekki tekin alvarlega þegar kemur að minni heilsu og jafnvel eins og ég eigi ekki tilkall til heilbrigðisþjónustu. - Eitt sinn þegar ég tók leigubíl átti ég samtal við bílstjórann. Aðspurð sagði ég honum að ég væri með meistaragráðu og við hvað ég fengist í starfi mínu. Bílstjórinn var steinhissa og sagði að ég væri „einn af þeim góðu, menntuðu“. Ég veit ekki alveg hvernig á að skilja svona athugasemd. Ég skora á þig að velta þessari setningu vel fyrir þér og íhuga hvað er athugavert við hana. - Í sannleika sagt þá hef ég ekki gaman að því að segja aftur frá atvikinu í Sundhöllinni. Í stuttu máli þá mætti mér þar hvítur maður með hakakross-húðflúr sem öskraði á mig, hótaði að beita mig ofbeldi og hrópaði ítrekað á mig að ég væri niggari. Já. Þetta gerðist í sundlauginni í hverfinu mínu í 101 Reykjavík. - Ég man ekki lengur hvað ég hef oft verið í matarboði, jafnvel sem ég held í mínu eigin húsi, þar sem gestir skipta úr ensku yfir á íslensku í mun lengri tíma en kurteist er. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, eftir að viðburði eða fundi lýkur, hvort að það hafi nokkuð verið töluð of flókin íslenska. Ef þú hafðir áhyggjur af því hvort að ég væri þáttakandi, velti ég fyrir mér af hverju þú spurðir ekki að þessu fyrr. Mér hefur meira segja verið sagt að það sé ekki hægt að bjóða mér á tiltekin fund eða viðburð af því þar muni allir einungis tala íslensku. Já, ég veit að ég fluttist til Íslands, vitandi það að íslenska er mest töluð hér. En af hverju ert þú þá vinur minn? Af hverju réðstu mig? Af hverju bauðstu mér að vera hluti af þínu stjórnmálaafli, sjálfboðaliðasamtökum, vinahópi eða fjölskyldu ef ætlunin var að koma fram við mig eins og húsgagn? Hefur þú ekki áhuga á að heyra mína rödd? Ef þú ert að velta því fyrir þér þá er ég að keppast við að læra íslensku. En ef að ég get ekki lært íslensku hraðar en mögulegt er og þið talið öll frábæra ensku ertu þá ekki tilbúinn að leggja smá á þig til að hafa mig með? Ef þú hefur spurt sjálfan þig: „hvernig veit ég ef að þetta er rasískt?“ og hugsar jafnvel með þér „mér fannst þetta ekki rasískt“ eða „ég meinti þetta ekki á rasískan hátt“ þá skaltu í fyrsta lagi hlusta. Ef að manneskja sem er ekki hvít upplifir rasisma þá einfaldlega var það rasismi. Í öðru lagi skaltu ekki láta sem svo að við séum öll eins. Ekki láta eins og þú og ég, sem er brún og með langt spænskt nafn upplifum það sama, þegar við sækjum um vinnu, þegar við tökum strætó, þegar erum úti á gangi eða finnum okkar leið í íslensku samfélagi. Ég vil að fólk sjái minn kynþátt, mína menningu, því ég er svo stolt af því hver ég er og hvaðan ég kem. Það hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og þeirri konu sem endaði hér. Allt þetta, og meira að segja mín reynsla af fordómum, er hluti af minni sjálfsmynd. Það sem ég vil ekki er að upplifa vanvirðingu, misrétti og áreiti vegna þess hver ég er. Þrátt fyrir þetta allt veit ég að nýt ýmissa forréttinda sem ekki allir njóta og ég velti mér hvernig upplifun annarra sem eru í enn viðkvæmari stöðu er og hvað ég og þú lesandi góður, getum gert til að sýna aðgát í garð þeirra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Höfundur er chílensk kona sem býr á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Meira en þrjú þúsund manns komu saman á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag til að mótmæla kynþáttahatri í Bandaríkjunum. Það er hughreystandi að sjá hversu mikinn stuðning þessi málsstaður fær á þessari litlu eyju í N-Atlantshafi sem Ísland er. Íslenskt þjóðfélag hefur lengi verið mjög einsleitt enda hafa langflestir íslendingar verið hvítir á hörund. Innflytjendamál og aðlögun að nýjum veruleika er tiltölulega nýtt fyrirbrigði en þetta eru málefni sem eru komin til að vera enda er um 14% af þjóðfélaginu okkar, einstaklingar sem eru ekki fæddir á þessari eyju. Í því samhengi vil ég benda þér á, lesandi góður, að breyting til batnaðar þarf einnig að eiga sér stað okkur nær. Ef þú vilt hafa áþreifanleg áhrif bið ég þig að hefjast handa í þeim félagsskap sem þér stendur næst. Samfélagið okkar á Íslandi er á margan hátt yndislegt og hefur það tekið vel á móti mér. Ísland er fyrir mér og mörgum öðrum af erlendum uppruna, nýtt heimili. En þetta svokallaða framsækna jafnréttis og velferðarsamfélag er ekki undanþegið rasisma, útlendingaandúð og annarri margþættri mismunun. Ég get bara talað frá eigin reynslu, og þegar ég gerið það þá er ég meðvituð um mín eigin forréttindi sem gagnkynhneigð, sís kona sem kann mörg tungumál, sem hefur góða menntun, gott starf, góðan fjárhag, íslenskan eiginmann og gott félagsnet. Ég óska þess að fólk sem er í viðkvæmari stöðu fái að deila sinni upplifun, að þeirra rödd heyrist og að líf þeirra sé virt. Rasismi er svo miklu nær en þú heldur, hann er alls staðar. Þú þarft ekki að þekkja einhvern sem er opinskátt kynþáttahatari til að verða vitni að rasisma. Rasismi á sér stað á vinnustaðnum, í sundlaugum, skólum, strætóskýlum, í matarboðum og á okkar eigin heimilum. Það þarf hugrekki til að hrinda af stað umbótum. Það þarf hugrekki til að flissa ekki óþægilega þegar einhver segir brandara sem þú veist að í kjarna sínum hefur hugmyndir og ályktanir sem eru uggvænlegar. Það þarf að hafa bein í nefinu til að segja frænda þínum að það megi ekki spyrja að þessu. Það þarf kjark til að standa með sinni sannfæringu og viðhalda sínum gildum þegar einhver lætur „saklausa“ athugasemd flakka sem þau töldu að myndi ekki vekja athygli. Það er ekki saklaust og á að vekja athygli. Ég tala frá minni reynslu og ég upplifi rasisma reglulega á Íslandi. Ég get sagt þér, lesandi góður, að stuðningur þinn í orði og verki, skiptir miklu máli. Ég er ekki að segja að ég geti ekki varið mig sjálf. Ég er að segja að forréttindum þínum, sem fyrsta heims, hvítum íslendingi fylgir skylda. Skyldan til að standa fyrir því sem rétt er, vegna þess að því miður þá heftur þín rödd meiri vigt og heyrist hærra í eyrum sumra. Það er ljóst að þinn stuðningur skiptir máli, enda getur hann leitt til annarrar niðurstöðu en ef hans nyti ekki við. Því ég spyr þig: Hvað gerir þú til að styðja innflytjendur í þínu umhverfi? Hvernig tryggir þú fólk sem nýtur ekki sömu forréttinda og þú líði eins og þau séu þáttakendur í samfélaginu? Hvað með fólk sem ekki er hvítt? Hvað með fólk sem talar litla eða enga íslensku? Hvað með nágranna þinn? konuna í eldhúsinu? manninn sem keyrir rútu eða sendibíl? konuna sem þrífur skrifstofuna þína? Tekur þú eftir þeim? Ég skil að sum ykkar áttið ykkur ekki á því hversu algengur og djúpstæður „mjúkur“ og „hversdagslegur“ rasismi er á Íslandi og þess vegna vil ég taka nokkur dæmi sem ég hef upplifað persónulega og útskýra hvað er t.d. ekki í lagi að segja. - Nei. Það er ekki viðeigandi að spyrja mig hvort ég sé á Íslandi vegna þess að ég giftist Íslendingi. Það móðgar mig og særir alveg óháð því hvort það væri satt eða ekki. Það vill hins vegar svo til að það er ekki raunin í mínu tilviki. Það er óviðeigandi að spyrja að því vegna þess að það gerir lítið úr konum og tengir virði þeirrar konu, sem er yfirleitt ekki hvít, við eiginmann hennar. Sumar konur ákveða að flytja til Íslands vegna þess að makar þeirra eru íslenskir, sumar komu hingað af öðrum ástæðum. Hvort sem það er þá er ráðlegging mín einföld: aldrei spyrja mig þessarar spurningar og aldrei spyrja mig út í dvalarleyfi mitt nema ég hafi veitt þér umboð sem lögmanni eða þú þarft að vita það sem vinnuveitandi minn. - Mér hefur verið sýnd vanvirðing og það hefur verið logið að mér af starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu. Í mörgum tilvikum hefur þó bætt úr skák að hafa maka minn mér við hlið sem er lögmaður sem talar íslensku og getur þá talað við viðkomandi starfsmann og hreinlega krafist þeirrar þjónustu sem ég sannarlega þarf. Þessar hindranir koma mér í uppnám þar sem ég er ófrísk og kann mjög illa við að treysta ekki heilbrigðiskerfinu sem á að sjá um mig. Þetta er því miður raunveruleikin í mörgum öðrum ríkum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem misskipting á grundvelli kynþáttar leiðir til þess að litaðar konur eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið við barnsburð en hvítar konur. Mér líður því miður oft eins og ég sé ekki tekin alvarlega þegar kemur að minni heilsu og jafnvel eins og ég eigi ekki tilkall til heilbrigðisþjónustu. - Eitt sinn þegar ég tók leigubíl átti ég samtal við bílstjórann. Aðspurð sagði ég honum að ég væri með meistaragráðu og við hvað ég fengist í starfi mínu. Bílstjórinn var steinhissa og sagði að ég væri „einn af þeim góðu, menntuðu“. Ég veit ekki alveg hvernig á að skilja svona athugasemd. Ég skora á þig að velta þessari setningu vel fyrir þér og íhuga hvað er athugavert við hana. - Í sannleika sagt þá hef ég ekki gaman að því að segja aftur frá atvikinu í Sundhöllinni. Í stuttu máli þá mætti mér þar hvítur maður með hakakross-húðflúr sem öskraði á mig, hótaði að beita mig ofbeldi og hrópaði ítrekað á mig að ég væri niggari. Já. Þetta gerðist í sundlauginni í hverfinu mínu í 101 Reykjavík. - Ég man ekki lengur hvað ég hef oft verið í matarboði, jafnvel sem ég held í mínu eigin húsi, þar sem gestir skipta úr ensku yfir á íslensku í mun lengri tíma en kurteist er. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, eftir að viðburði eða fundi lýkur, hvort að það hafi nokkuð verið töluð of flókin íslenska. Ef þú hafðir áhyggjur af því hvort að ég væri þáttakandi, velti ég fyrir mér af hverju þú spurðir ekki að þessu fyrr. Mér hefur meira segja verið sagt að það sé ekki hægt að bjóða mér á tiltekin fund eða viðburð af því þar muni allir einungis tala íslensku. Já, ég veit að ég fluttist til Íslands, vitandi það að íslenska er mest töluð hér. En af hverju ert þú þá vinur minn? Af hverju réðstu mig? Af hverju bauðstu mér að vera hluti af þínu stjórnmálaafli, sjálfboðaliðasamtökum, vinahópi eða fjölskyldu ef ætlunin var að koma fram við mig eins og húsgagn? Hefur þú ekki áhuga á að heyra mína rödd? Ef þú ert að velta því fyrir þér þá er ég að keppast við að læra íslensku. En ef að ég get ekki lært íslensku hraðar en mögulegt er og þið talið öll frábæra ensku ertu þá ekki tilbúinn að leggja smá á þig til að hafa mig með? Ef þú hefur spurt sjálfan þig: „hvernig veit ég ef að þetta er rasískt?“ og hugsar jafnvel með þér „mér fannst þetta ekki rasískt“ eða „ég meinti þetta ekki á rasískan hátt“ þá skaltu í fyrsta lagi hlusta. Ef að manneskja sem er ekki hvít upplifir rasisma þá einfaldlega var það rasismi. Í öðru lagi skaltu ekki láta sem svo að við séum öll eins. Ekki láta eins og þú og ég, sem er brún og með langt spænskt nafn upplifum það sama, þegar við sækjum um vinnu, þegar við tökum strætó, þegar erum úti á gangi eða finnum okkar leið í íslensku samfélagi. Ég vil að fólk sjái minn kynþátt, mína menningu, því ég er svo stolt af því hver ég er og hvaðan ég kem. Það hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og þeirri konu sem endaði hér. Allt þetta, og meira að segja mín reynsla af fordómum, er hluti af minni sjálfsmynd. Það sem ég vil ekki er að upplifa vanvirðingu, misrétti og áreiti vegna þess hver ég er. Þrátt fyrir þetta allt veit ég að nýt ýmissa forréttinda sem ekki allir njóta og ég velti mér hvernig upplifun annarra sem eru í enn viðkvæmari stöðu er og hvað ég og þú lesandi góður, getum gert til að sýna aðgát í garð þeirra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Höfundur er chílensk kona sem býr á Íslandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun