Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. júní 2020 07:38 Mattis segir Trump viljandi reyna að tvístra bandarísku þjóðinni. EPA/JIM LO SCALZO James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent