Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 20:05 William Barr, í hvítri skyrtu fyrir miðju, ræðir við lögreglumenn við Lafayette-torg í gær. AP/Alex Brandon William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að stækka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington, skömmu áður en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Washington Post greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan dómsmálaráðuneytisins. Í frétt blaðsins segir að ákvörðun um að útvíkka svæðið hafi verið tekin síðla sunnudags eða snemma í gær, og átti að koma til framkvæmda í gær. Skömmu áður en Trump ávarpaði þjóðinna vegna mikilla óeirða og mótmæla víða um Bandaríkin kíkti Barr á torgið, til að athuga hvort búið væri að fylgja skipuninni um að útvíkka svæðið. Þegar hann kom þangað hafði lögregla ekki ýtt mótmælendum, sem voru að mótmæla friðsamlega, lengra burt frá torginu. Ítrekaði Barr við lögreglumenn að ýta þyrfti mótmælendunum lengra í burtu. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna, sem stendir við torgið. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Í frétt Washington Post er haft eftir embættismanni innan dómsmálaráðuneytisins ákvörðunin um að rýma torgið hafi verið tekin óháð því hvaða áætlanir Trump hafi haft uppi. Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við umrædda kirkju. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að stækka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington, skömmu áður en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina í gær. Washington Post greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan dómsmálaráðuneytisins. Í frétt blaðsins segir að ákvörðun um að útvíkka svæðið hafi verið tekin síðla sunnudags eða snemma í gær, og átti að koma til framkvæmda í gær. Skömmu áður en Trump ávarpaði þjóðinna vegna mikilla óeirða og mótmæla víða um Bandaríkin kíkti Barr á torgið, til að athuga hvort búið væri að fylgja skipuninni um að útvíkka svæðið. Þegar hann kom þangað hafði lögregla ekki ýtt mótmælendum, sem voru að mótmæla friðsamlega, lengra burt frá torginu. Ítrekaði Barr við lögreglumenn að ýta þyrfti mótmælendunum lengra í burtu. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna, sem stendir við torgið. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Í frétt Washington Post er haft eftir embættismanni innan dómsmálaráðuneytisins ákvörðunin um að rýma torgið hafi verið tekin óháð því hvaða áætlanir Trump hafi haft uppi. Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við umrædda kirkju. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27
Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. 2. júní 2020 00:00