Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 12:07 Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Vísir/EPA Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57
Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31