„Bróðir minn vildi frið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 20:04 Terrence Floyd segir ofbeldi skyggja á tilgang mótmælanna. Hann skilji að fólk sé reitt en ofbeldi og eyðilegging sé ekki svarið. Skjáskot Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“ Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. Hins vegar skipti mestu máli að ná fram jákvæðum breytingum, sem verði ekki að veruleika með því að beita ofbeldi og eyðileggingu. Þetta kom fram í viðtali við Terrence í Good Morning America þar sem hann ræddi bróður sinn George Floyd, sem lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans. Eftir dauða George Floyd urðu mikil mótmæli og óeirðir víða í Bandaríkjunum þar sem krafist er réttlætis fyrir Floyd og aðra sem hafa tapað lífi sínu eftir afskipti lögreglu. Hreyfingar á borð við Black Lives Matter hafa kallað eftir breytingum innan lögreglunnar og vilja útrýma kerfislægum rasisma innan hennar. Rest in Power, Beautiful. @BlkLivesMatter honors those we have lost to police violence. #BlackLivesMatter #JusticeforGeorgeFloyd pic.twitter.com/AtqA0YtEOK— Black Lives Matter (@Blklivesmatter) May 29, 2020 „Það er í lagi að vera reiður, en fáið útrás fyrir reiðina með því að gera eitthvað jákvætt eða náið fram breytingum með öðrum hætti því við höfum reynt þessa leið. Reiðin, það að skemma heimabæi ykkar, það er ekki leiðin sem hann hefði viljað fara,“ sagði Terrence. „Bróðir minn vildi frið.“ Hann sagði mikilvægast að fólk myndi kynna sér vandamálið og leiðir til þess að leysa það. Lýðræðið skipti þar miklu máli, að fólk myndi kynna sér hverja það kysi og hvers vegna. „Þannig náum við þeim," bætti hann við. Vill að lögreglumennirnir verði dregnir til ábyrgðar Fórir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum þegar George Floyd lést. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Terrence segist vilja sjá þá alla sæta ábyrgð. „Ég vil að þeim verði öllum refsað fyrir það sem þeir gerðu bróður mínum. Þegar ég sá myndböndin, þá var náunginn ekki aðeins á hálsinum á honum heldur voru þrír lögregluþjónar á bak við bílinn. Hann gat ekki hreyft sig.“ Hann segir bróður sinn hafa jákvæðan mann og margir hafi talað um hann sem „ljúfan risa“. Hann hafi jafnframt verið hvetjandi manneskja og þannig ætti hans að vera minnst. Terrence mun ferðast frá New York til Minneapolis og heimsækja staðinn sem bróðir hans lést. Það ætli hann að gera til þess að tengjast bróður sínum á ný. „Ég vil bara finna fyrir anda bróður míns.“
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49