Sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni fá sömu afslætti og aðrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 14:48 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að pólitískur ágreiningur hafi tafið málið. Borgarráð samþykkti í gær tillögu um að tryggja foreldrum barna sem sækja sjálfstætt starfandi leikskóla samskonar afslátt og gefinn var öðrum leikskólum vegna þjónustuskerðingar sem faraldurinn hafði í för með sér. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst ánægð með að borgarráð hafi samþykkt tillöguna en að pólitískur ágreiningur hafi tafið málið. Sjá nánar: Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum Eftir að kórónuveiran tók að breiðast út hér á Íslandi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendi borgin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum. Ákveðið var að foreldrar barna sem sækja leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur myndu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss en þjónustan var mjög skert á meðan faraldurinn stóð sem hæst. Lengi vel var algjör óvissa hins vegar uppi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni sem fengu engin svör um hvort borgin myndi koma til móts við þá. Tillaga Hildar um að styðja skildi við alla leikskóla í Reykjavík óháð rekstrarformi var samþykkt í borgarráði í gær. Fæðisgjald var eini liðurinn sem var útistandandi. „Við verðum að muna það að í þessum sjálfstætt starfandi skólum eru 1200 reykvísk börn þannig að ef þessara sjálfstæðu skóla nyti ekki við þá værum með 1200 fleiri börn á biðlistum eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Þannig að þessir skólar, þó það væri ekki nema bara fyrir það, gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í borginni og fullkomlega eðlilegt að börn og fjölskyldur þeirra sitji við sama borð og aðrar fjölskyldur í borginni.“ Leikskólinn Laufásborg er einn af sex leikskólum sem rekinn er undir hatti Hjallastefnunnar. En um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða. „Svo er umræðan gjarnan á þá leið að þetta séu einhverjir forréttindahópar sem séu í sjálfstætt starfandi skólum. Það er auðvitað af og frá. Þetta er fjölbreyttur hópur og alls konar fólk. Á meðal þessara sjálfstætt starfandi skóla er til dæmis háskólaleikskólarnir fyrir börn háskólastúdenta, þetta er Hjallastefnuleikskólarnir og bara fjölbreyttir leikskólar.“ Hún var spurð hvað hafi valdið þeim töfum sem urðu í málinu. „Málið er bara pólitískt. Ég held það hafi bara skort hreinan og ákveðinn pólitískan vilja til að standa við bakið á þessum sjálfstætt starfandi skólum og þeim fjölskyldum sem eiga þar börn. Það er ekkert nýtt af nálinni. Allt þetta kjörtímabil hef ég verið með fjölmargar tillögur til að standa betur við bakið á þessum skólum til að börnin sem þar eru sitji við sama borð og önnur börn hjá borginni. Til dæmis að koma í veg fyrir að þeir þurfi að innheimta skólagjöld þannig að öll börn óháð efnahag geti sótt þessa skóla en það er bara ekki pólitískur vilji. Við sáum það í gær að Vinstri græn gátu ekki stutt málið þannig að það eru einhverjar pólitískar línur í þessu og það er það sem hefur tafið málið,“ segir Hildur. Hún segir að ekki sé búið kynna útfærsluna en Hildur gerir ráð fyrir að annað hvort verði um endurgreiðslu að ræða eða að dregið verði frá næstu reikningum sú upphæð sem samsvarar afslættinum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda 30. apríl 2020 13:08 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. 24. maí 2020 12:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær tillögu um að tryggja foreldrum barna sem sækja sjálfstætt starfandi leikskóla samskonar afslátt og gefinn var öðrum leikskólum vegna þjónustuskerðingar sem faraldurinn hafði í för með sér. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst ánægð með að borgarráð hafi samþykkt tillöguna en að pólitískur ágreiningur hafi tafið málið. Sjá nánar: Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum Eftir að kórónuveiran tók að breiðast út hér á Íslandi og sóttvarnalæknir greip til aðgerða sendi borgin út tilmæli um hvernig málum skyldi háttað hjá leikskólum. Ákveðið var að foreldrar barna sem sækja leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur myndu greiða í samræmi við nýtingu leikskólapláss en þjónustan var mjög skert á meðan faraldurinn stóð sem hæst. Lengi vel var algjör óvissa hins vegar uppi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni sem fengu engin svör um hvort borgin myndi koma til móts við þá. Tillaga Hildar um að styðja skildi við alla leikskóla í Reykjavík óháð rekstrarformi var samþykkt í borgarráði í gær. Fæðisgjald var eini liðurinn sem var útistandandi. „Við verðum að muna það að í þessum sjálfstætt starfandi skólum eru 1200 reykvísk börn þannig að ef þessara sjálfstæðu skóla nyti ekki við þá værum með 1200 fleiri börn á biðlistum eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Þannig að þessir skólar, þó það væri ekki nema bara fyrir það, gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í borginni og fullkomlega eðlilegt að börn og fjölskyldur þeirra sitji við sama borð og aðrar fjölskyldur í borginni.“ Leikskólinn Laufásborg er einn af sex leikskólum sem rekinn er undir hatti Hjallastefnunnar. En um sjálfstætt starfandi leikskóla að ræða. „Svo er umræðan gjarnan á þá leið að þetta séu einhverjir forréttindahópar sem séu í sjálfstætt starfandi skólum. Það er auðvitað af og frá. Þetta er fjölbreyttur hópur og alls konar fólk. Á meðal þessara sjálfstætt starfandi skóla er til dæmis háskólaleikskólarnir fyrir börn háskólastúdenta, þetta er Hjallastefnuleikskólarnir og bara fjölbreyttir leikskólar.“ Hún var spurð hvað hafi valdið þeim töfum sem urðu í málinu. „Málið er bara pólitískt. Ég held það hafi bara skort hreinan og ákveðinn pólitískan vilja til að standa við bakið á þessum sjálfstætt starfandi skólum og þeim fjölskyldum sem eiga þar börn. Það er ekkert nýtt af nálinni. Allt þetta kjörtímabil hef ég verið með fjölmargar tillögur til að standa betur við bakið á þessum skólum til að börnin sem þar eru sitji við sama borð og önnur börn hjá borginni. Til dæmis að koma í veg fyrir að þeir þurfi að innheimta skólagjöld þannig að öll börn óháð efnahag geti sótt þessa skóla en það er bara ekki pólitískur vilji. Við sáum það í gær að Vinstri græn gátu ekki stutt málið þannig að það eru einhverjar pólitískar línur í þessu og það er það sem hefur tafið málið,“ segir Hildur. Hún segir að ekki sé búið kynna útfærsluna en Hildur gerir ráð fyrir að annað hvort verði um endurgreiðslu að ræða eða að dregið verði frá næstu reikningum sú upphæð sem samsvarar afslættinum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda 30. apríl 2020 13:08 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. 24. maí 2020 12:15 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Óvissan allsráðandi hjá sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skertra leikskólagjalda 30. apríl 2020 13:08
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. 24. maí 2020 12:15