Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 13:20 Miklar deilur hafa staðið yfir á Bretlandi um ákvörðun Dominics Cummings um að keyra um 400 kílómetra frá London þegar hann og kona hans sýndu einkenni Covid-19 og í gildi voru reglur um að fólk héldi sig sem mest heima. AP/Victoria Jones Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59