Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2020 19:28 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Aðalsteinsson Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“ Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“
Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira