„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert ákveðið með hvað gerist eftir 15. júní. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira