„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert ákveðið með hvað gerist eftir 15. júní. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira