Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 20:00 Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fóru allt að fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Nú er reiknað með að hægt verði að hleypa þúsund manns inn í landið á dag fyrstu vikurnar eftir að landamærin verða opnuð. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44