Að borga próf, eða borga ekki próf Heimir Hannesson skrifar 26. maí 2020 11:00 Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar