Geimskot Virgin Orbit misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 06:30 Virgin Orbit Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim. Eldflauginni var sleppt frá farþegaþotunni Cosmic Girl, sem búið var að breyta til að flytja eldflaugina LauncherOne upp í háloftin yfir Kyrrahafinu. Skömmu seinna kviknaði á hreyfli eldflaugarinnar en villa kom upp og þurfti að hætta við tilraunaskotið. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt er að kveikja á hreyfli eldflaugar Virgin Orbit í loftinu og heppnaðist það fullkomlega. Fyrirtækið hafði gefið út að einungis helmingslíkur væru á því að öll tilraunin heppnaðist. Nákvæmlega hvaða villa kom upp svo hætta þurfti við tilraunaskotið liggur ekki fyrir. Dan Hart, framkvæmdastjóri Virgin Orbit, segir verkfræðinga fyrirtækisins vera að fara yfir öll þau gögn sem tilraunin hafi veitt þeim og að næsta eldflaugin sé tilbúin til næstu tilraunar. „Við munum læra, aðlagast og byrja undirbúning fyrir næstu tilraun okkar, sem verður á næstunni,“ er haft eftir Hart í yfirlýsingu á vef Virgin Orbit. CEO Dan Hart on today's mission: “Our team performed their pre-launch & flight operations with incredible skill today. Test flights are instrumented to yield data and we now have a treasure trove of that... we took a big step forward today." Read more ↓ https://t.co/XxZV72aPDT— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) May 25, 2020 Markmið fyrirtækisins er að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og áður segir er næsta eldflaug tilbúin og eru sex aðrar langt komnar í framleiðsluferli. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim. Eldflauginni var sleppt frá farþegaþotunni Cosmic Girl, sem búið var að breyta til að flytja eldflaugina LauncherOne upp í háloftin yfir Kyrrahafinu. Skömmu seinna kviknaði á hreyfli eldflaugarinnar en villa kom upp og þurfti að hætta við tilraunaskotið. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt er að kveikja á hreyfli eldflaugar Virgin Orbit í loftinu og heppnaðist það fullkomlega. Fyrirtækið hafði gefið út að einungis helmingslíkur væru á því að öll tilraunin heppnaðist. Nákvæmlega hvaða villa kom upp svo hætta þurfti við tilraunaskotið liggur ekki fyrir. Dan Hart, framkvæmdastjóri Virgin Orbit, segir verkfræðinga fyrirtækisins vera að fara yfir öll þau gögn sem tilraunin hafi veitt þeim og að næsta eldflaugin sé tilbúin til næstu tilraunar. „Við munum læra, aðlagast og byrja undirbúning fyrir næstu tilraun okkar, sem verður á næstunni,“ er haft eftir Hart í yfirlýsingu á vef Virgin Orbit. CEO Dan Hart on today's mission: “Our team performed their pre-launch & flight operations with incredible skill today. Test flights are instrumented to yield data and we now have a treasure trove of that... we took a big step forward today." Read more ↓ https://t.co/XxZV72aPDT— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) May 25, 2020 Markmið fyrirtækisins er að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og áður segir er næsta eldflaug tilbúin og eru sex aðrar langt komnar í framleiðsluferli.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira