Geimskot Virgin Orbit misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 06:30 Virgin Orbit Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim. Eldflauginni var sleppt frá farþegaþotunni Cosmic Girl, sem búið var að breyta til að flytja eldflaugina LauncherOne upp í háloftin yfir Kyrrahafinu. Skömmu seinna kviknaði á hreyfli eldflaugarinnar en villa kom upp og þurfti að hætta við tilraunaskotið. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt er að kveikja á hreyfli eldflaugar Virgin Orbit í loftinu og heppnaðist það fullkomlega. Fyrirtækið hafði gefið út að einungis helmingslíkur væru á því að öll tilraunin heppnaðist. Nákvæmlega hvaða villa kom upp svo hætta þurfti við tilraunaskotið liggur ekki fyrir. Dan Hart, framkvæmdastjóri Virgin Orbit, segir verkfræðinga fyrirtækisins vera að fara yfir öll þau gögn sem tilraunin hafi veitt þeim og að næsta eldflaugin sé tilbúin til næstu tilraunar. „Við munum læra, aðlagast og byrja undirbúning fyrir næstu tilraun okkar, sem verður á næstunni,“ er haft eftir Hart í yfirlýsingu á vef Virgin Orbit. CEO Dan Hart on today's mission: “Our team performed their pre-launch & flight operations with incredible skill today. Test flights are instrumented to yield data and we now have a treasure trove of that... we took a big step forward today." Read more ↓ https://t.co/XxZV72aPDT— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) May 25, 2020 Markmið fyrirtækisins er að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og áður segir er næsta eldflaug tilbúin og eru sex aðrar langt komnar í framleiðsluferli. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim. Eldflauginni var sleppt frá farþegaþotunni Cosmic Girl, sem búið var að breyta til að flytja eldflaugina LauncherOne upp í háloftin yfir Kyrrahafinu. Skömmu seinna kviknaði á hreyfli eldflaugarinnar en villa kom upp og þurfti að hætta við tilraunaskotið. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt er að kveikja á hreyfli eldflaugar Virgin Orbit í loftinu og heppnaðist það fullkomlega. Fyrirtækið hafði gefið út að einungis helmingslíkur væru á því að öll tilraunin heppnaðist. Nákvæmlega hvaða villa kom upp svo hætta þurfti við tilraunaskotið liggur ekki fyrir. Dan Hart, framkvæmdastjóri Virgin Orbit, segir verkfræðinga fyrirtækisins vera að fara yfir öll þau gögn sem tilraunin hafi veitt þeim og að næsta eldflaugin sé tilbúin til næstu tilraunar. „Við munum læra, aðlagast og byrja undirbúning fyrir næstu tilraun okkar, sem verður á næstunni,“ er haft eftir Hart í yfirlýsingu á vef Virgin Orbit. CEO Dan Hart on today's mission: “Our team performed their pre-launch & flight operations with incredible skill today. Test flights are instrumented to yield data and we now have a treasure trove of that... we took a big step forward today." Read more ↓ https://t.co/XxZV72aPDT— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) May 25, 2020 Markmið fyrirtækisins er að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og áður segir er næsta eldflaug tilbúin og eru sex aðrar langt komnar í framleiðsluferli.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira