Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 21:35 Þyrlan var við stígagerðina síðustu fjóra daga. Takið eftir að enginn ferðamaður sést við Skógafoss. Búast hefði mátt við að bílastæðið væri þéttsetið rútum og bílaleigubílum, ef veirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Mynd/Norðurflug. Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira