Strætó og Sorpa Vigdís Hauksdóttir skrifar 13. mars 2020 17:45 Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Vistvænir bílar Strætó Sorpa Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun