Fyrir fólk, ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 17. apríl 2020 15:20 Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Leiðarstef í kröfum ASÍ gagnvart stjórnvöldum er að allar ákvarðanir um aðgerðir vegna efnahagskreppunnar verði teknar með hagsmuni almennings að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Nú heyrast háværar raddir um að slaka á reglum, leyfa fyrirtækjum að hafa sinn háttinn á og jafnvel víkja frá kjarasamningum, með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Fyrir mánuði síðan voru ýmsar hugmyndir uppi á borðum en þá var almennt talið að við stæðum frammi fyrir fárra mánaða samdrætti og að markmiðið væri að ná góðri viðspyrnu strax í kjölfarið. Nú þegar er staðan orðin margfalt alvarlegri og óvissan meiri. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa áhrif næstu mánuði og jafnvel ár. Tilslakanir sem snúa að kjörum fólks geta því þýtt tilslakanir til framtíðar, sem aftur getur reynst okkur sem samfélagi hættulegt. Það er lágmarkskrafa að þau fyrirtæki sem njóta fyrirgreiðslu úr okkar sameiginlegu sjóðum með brúarlánum eða öðrum meðulum virði lög og kjarasamninga og ástundi ekki félagsleg undirboð. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að tryggja framfærslu fólks, hvort sem það er launafólk eða atvinnulaust fólk, öryrkjar eða aldraðir. Tryggja það að almenningur geti haldið áfram að versla við fyrirtæki, sækja þjónustu, sinna viðhaldi eigna, greiða af lánum og nýta sér það sem atvinnulífið hefur uppá að bjóða. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja, atvinnu og lífsgæði. Við verðum að komast í gegnum þessa erfiðleika sem samfélag. Samhliða þarf að tryggja að viðbrögð við efnahagslægðinni verði til að renna stoðum undir það framtíðarsamfélags sem við viljum byggja, ekki síst með tilliti til loftslagsbreytinga og tæknibreytinga. Nú er tími breytinga, hann þarf að nýta vel. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar