Hvernig ég lærði um gosið í Vestmannaeyjum Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:00 Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar