Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 12:35 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent