Fyrstu frumvörpin um aðgerðir lögð fram á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða. Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða.
Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53
Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?