Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 18:04 Síðan hefur í nú verið tekin niður að ósk embættisins. Getty/NurPhoto - Skjáskot Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55
Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08