„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur komið á framfæri við hörðum mótmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta um ferðabanni til Evrópu. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira