„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur komið á framfæri við hörðum mótmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta um ferðabanni til Evrópu. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira