Telur ekki ástæðu til að óttast það að heimsóknir hefjist að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:15 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Lögreglan Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn. Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara segir tillögur um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum rökrétt næsta skref. Hún telur ekki ástæðu til að óttast það að byrja að hleypa aðstandendum aftur inn á hjúkrunarheimilin, að því gefnu að ítrustu varúðar sé gætt. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum landsins vegna kórónuveirunnar frá 6. mars síðastliðinn. Greint var frá því í gær að aðstandendur muni, einn og einn í einu, geta byrjað að heimsækja vistmenn að nýju frá og með 4. maí. Tillögurnar verða kynntar í næstu viku. Sjá einnig: Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssmabands eldri borgara segir tillögurnar rökréttar, miðað við að gætt verði ítrustu varúðar og farið hægt í sakirnar. Þá segir hún heimsóknarbannið vissulega hafa verið eldri borgurum þungbært en flestir hafi sýnt því skilning. „Allir þeir sem hafa heilsu og þrek til að skilja aðstæðurnar og þessa veiru, það er fólk sem hefur tekið þessu afskaplega vel en auðvitað eru sumir veikari og með erfiðari aðstæður. En síðan kom, jú, á miðju þessu tímabili það að fara að nýta nýja tækni með því að hafa spjaldtölvur og símana, til þess að geta átt samskipti við sína nánustu. Það hefur hjálpað ótrúlega mikið.“ En er það mat Þórunnar að það sé óhætt að byrja að hleypa fólki inn á elliheimilin aftur? „Ég held að þessar varúðarráðstafanir verði bara það faglegar að við þurfum ekki að fara í neitt kvíðakast yfir þessu. Ég treysti þessu starfsfólki. Það er búið að sýna og sanna á þessum vikum frábært starf og mikinn stuðning við aldraða inni á hjúkrunarheimilum,“ segir Þórunn.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28 Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Ströng skilyrði fyrir heimsóknum á hjúkrunarheimili eftir 4. maí Aðeins einn aðstandandi getur komið í heimsókn í einu á hjúkrunarheimili frá og með 4. maí. 16. apríl 2020 17:28
Óttast um líf og heilsu í faraldrinum Bolvíkingur segir að íbúar séu óttaslegnir um líf og heilsu vina og vandamanna í faraldrinum sem þar geisar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að nornaveiðar, um það hver hafi borið smit inn á heilbrigðisstofnun, séu engum til góðs. 9. apríl 2020 18:23