Tveir í einangrun á Akureyri vegna gruns um smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 20:47 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira