Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir þróun kórónuveirunnar hér á landi sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreindi í dag sem heimsfaraldur. Sóttvarnarlæknir segir ekki skipta máli hversu margir heilsuhraustir smitist, heldur að verja þá sem veikastir séu fyrir í samfélaginu.
Þá segir Kári Stefánsson sóttkví skipta engu máli ef komi í ljós að veiran hafi nú þegar dreift sér um allt samfélagið.
Við greinum einnig frá aðgerðum Seðlabankans sem lækkaði vexti sína umtalsvert í dag, fyrr en áætlað var, og heyrum af fyrirtækjum sem hafa orðið illa úti vegna fækkun ferðamanna og atburða.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.