Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. mars 2020 11:45 Hér má sjá þá leið sem þjófurinn fór á steypubílnum fór áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Grafík/Hjalti Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira