Fella niður kennslu vegna verkfalls: „Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt“ Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 20:07 Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla. Aðsend/samsett Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa. Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa.
Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45