Ætluðu bara að opna matarvagn en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2020 11:00 Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin opnuðu veitingastaðinn Mosa á dögunum. Mynd/Aðsend Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira