Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 13:36 Pompeo utanríkisráðherra þvingaði í gegn vopnasölu til Sádi-Arabíu og tveggja annarra ríkja án þess að leita samþykkis þingsins og notaði til þess lítt notað neyðarákvæði laga. Hann mælti með því að Trump ræki eftirlitsmann sem var að rannsaka hvernig staðið var að vopnasölunni. Vísir/EPA Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. Ákvörðun Trump um að reka Steve Linick, innri endurskoðanda utanríkisráðuneytisins, barst Bandaríkjaþingi með bréfi seint á föstudagskvöld. Trump gaf enga aðra ástæðu fyrir brottrekstrinum en að innri endurskoðendur verði að njóta trausts forsetans. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi ráðlagt Trump að reka Linick. Trump staðfesti það á viðburði í Hvíta húsinu í gær þar sem hann sagðist ekki þekkja Linick en að Pompeo hefði beðið sig um að láta hann fara. Linick var sagður hafa verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Innri endurskoðendur hafa eftirlit með störfum bandarískra alríkisstofnana og eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka mögulegt misferli eða svik innan þeirra. Forsetar geta rekið þá en eiga ekki að gera það án gildrar ástæðu. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump ýtir til hliðar á skömmum tíma án frekari skýringa en að hann beri ekki traust til þeirra. Vísuðu til neyðar vegna Írans til að sniðganga þingið Þingmenn demókrata fullyrtu í gær að Lincik hafi einnig verið með umdeilda vopnasölu Bandaríkjastjórnar til stjórnvalda í Sádi-Arabíu til rannsóknar þegar hann var skyndilega rekinn. Rannsóknin hafi beinst að því hvernig utanríkisráðuneytið þvingaði í gegn sjö milljarða dollara vopnasöluna þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjaþings, að sögn AP-fréttastofunnar. Pompeo beitti lítt notuðu neyðarákvæði alríkislaga um vopnaútflutning til að komast hjá því að þurfa að fá samþykki þingsins til að selja vopn til Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Pompeo bar fyrir sig að neyðarástand krefðist tafarlausrar sölu á vopnunum og vísaði til „illra áhrifa ríkisstjórnar Írans á öllum Miðausturlöndum“. Salan fór fram eftir að Jamal Khashoggi, sádi-arabíski blaðamaðurinn, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Tyrklandi í október árið 2018. Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Eliot Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður demókrata, segir að Linick hafi rannsakað vopnasöluna að sinni beiðni. Skyndilegur brottrekstur Linick áður en hann náði að ljúka rannsókninni valdi honum hugarangri. „Skrifstofa hans var að rannsaka, að minni beiðni, fölsku yfirlýsingu Trump um neyðarástand svo að hann gæti selt vopn til Sádi-Arabíu. Við erum ekki með alla myndina enn þá en það veldur áhyggjum að Pompeo ráðherra vildi ýta herra Linick út áður en vinnu hans var lokið,“ sagði Engel. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, skrifaði Trump bréf í gær þar sem hún lýsti einnig áhyggjum af brottrekstri Linick í samhengi við rannsóknina á vopnasölunni. Brottreksturinn væri hluti af mynstri þar sem grafið væri undan innri endurskoðendum og þar með ríkisstjórninni. Krafði Pelosi forsetann um ítarlegan rökstuðning fyrir brottrekstri Linick innan mánaðar. News reports that the President may have fired the State Dept IG in response to him nearing completion of an investigation into the approval of billions of dollars in arms sales to Saudi Arabia are deeply concerning. The President must provide justification for the IG s removal. pic.twitter.com/E4c6kaU74Q— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 18, 2020 Hafnar því að brottreksturinn hafi verið hefnd Pompeo og Trump hafa gert lítið úr því að hafa rekið Linick og þeim málum sem hann er sagður hafa verið með til rannsóknar. Trump sagði í gær að það ætti að vera „eins auðvelt og hægt er“ að selja bandarísk vopn svo að aðrar þjóðir kaupi ekki vopn af Kínverjum eða Rússum. „Við ættum að taka störfin og peninga því þetta eru milljarðar dollara,“ sagði forsetinn. Í viðtali við Washington Post sagði Pompeo að hann hefði mælt með því að Trump ræki Linick því að innri endurskoðandinn „græfi undan“ starfi utanríkisráðuneytisins. Skýrði Pompeo ekki frekar við hvað hann ætti en fullyrti að Linick hefði ekki verið rekinn í hefndarskyni fyrir neina rannsókn. „Það er ekki mögulegt að þessi ákvörðun, eða frekar mín meðmæli, til forsetans hafi byggst á neinni tilraun til að hefna fyrir nokkra rannsókn sem var í gangi eða er núna í gangi,“ sagði Pompeo sem staðhæfði að hann hefði ekki vitað hvort Linick væri að rannsaka mögulegt misferli af sinni hálfu. Aðstoðarutanríkisráðherrann Brian Bulatao sagði blaðinu að æðstu embættismenn hefðu misst traust til Linick eftir að upplýsingum um rannsókn hans á hefndaraðgerðum pólitískt skipaðra embættismanna gegn opinberum starfsmönnum var lekið í fjölmiðla. Hann hefði þó engar sannanir fyrir því að það hefði verið Linick sem lak upplýsingunum. Í skýrslu Linick um þá rannsókn voru nokkrir pólitískt skipaðir embættismenn harðlega gagnrýndir fyrir að hafa beitt sér gegn opinberum starfsmönnum fyrir að vera ekki nógu hollir Trump forseta persónulega að þeirra mati. Á viðburði í Hvíta húsinu í gær viðurkenndi Trump að hann hefði boðið ráðherrum og yfirmönnum stofnana sinna að reka innri endurskoðendur þeirra sem hefðu verið skipaðir af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Sumir þeirra hefðu þegið það. Ólíkt öðrum pólitískt skipuðum embættismönnum sitja innri endurskoðendur gjarnan áfram þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti. Alvanalegt er þannig að þeir starfi undir forsetanum úr báðum flokkum. Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn. 18. maí 2020 13:18 Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. Ákvörðun Trump um að reka Steve Linick, innri endurskoðanda utanríkisráðuneytisins, barst Bandaríkjaþingi með bréfi seint á föstudagskvöld. Trump gaf enga aðra ástæðu fyrir brottrekstrinum en að innri endurskoðendur verði að njóta trausts forsetans. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi ráðlagt Trump að reka Linick. Trump staðfesti það á viðburði í Hvíta húsinu í gær þar sem hann sagðist ekki þekkja Linick en að Pompeo hefði beðið sig um að láta hann fara. Linick var sagður hafa verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Innri endurskoðendur hafa eftirlit með störfum bandarískra alríkisstofnana og eiga að njóta sjálfstæðis til að rannsaka mögulegt misferli eða svik innan þeirra. Forsetar geta rekið þá en eiga ekki að gera það án gildrar ástæðu. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump ýtir til hliðar á skömmum tíma án frekari skýringa en að hann beri ekki traust til þeirra. Vísuðu til neyðar vegna Írans til að sniðganga þingið Þingmenn demókrata fullyrtu í gær að Lincik hafi einnig verið með umdeilda vopnasölu Bandaríkjastjórnar til stjórnvalda í Sádi-Arabíu til rannsóknar þegar hann var skyndilega rekinn. Rannsóknin hafi beinst að því hvernig utanríkisráðuneytið þvingaði í gegn sjö milljarða dollara vopnasöluna þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjaþings, að sögn AP-fréttastofunnar. Pompeo beitti lítt notuðu neyðarákvæði alríkislaga um vopnaútflutning til að komast hjá því að þurfa að fá samþykki þingsins til að selja vopn til Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Pompeo bar fyrir sig að neyðarástand krefðist tafarlausrar sölu á vopnunum og vísaði til „illra áhrifa ríkisstjórnar Írans á öllum Miðausturlöndum“. Salan fór fram eftir að Jamal Khashoggi, sádi-arabíski blaðamaðurinn, var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Tyrklandi í október árið 2018. Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Eliot Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður demókrata, segir að Linick hafi rannsakað vopnasöluna að sinni beiðni. Skyndilegur brottrekstur Linick áður en hann náði að ljúka rannsókninni valdi honum hugarangri. „Skrifstofa hans var að rannsaka, að minni beiðni, fölsku yfirlýsingu Trump um neyðarástand svo að hann gæti selt vopn til Sádi-Arabíu. Við erum ekki með alla myndina enn þá en það veldur áhyggjum að Pompeo ráðherra vildi ýta herra Linick út áður en vinnu hans var lokið,“ sagði Engel. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, skrifaði Trump bréf í gær þar sem hún lýsti einnig áhyggjum af brottrekstri Linick í samhengi við rannsóknina á vopnasölunni. Brottreksturinn væri hluti af mynstri þar sem grafið væri undan innri endurskoðendum og þar með ríkisstjórninni. Krafði Pelosi forsetann um ítarlegan rökstuðning fyrir brottrekstri Linick innan mánaðar. News reports that the President may have fired the State Dept IG in response to him nearing completion of an investigation into the approval of billions of dollars in arms sales to Saudi Arabia are deeply concerning. The President must provide justification for the IG s removal. pic.twitter.com/E4c6kaU74Q— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 18, 2020 Hafnar því að brottreksturinn hafi verið hefnd Pompeo og Trump hafa gert lítið úr því að hafa rekið Linick og þeim málum sem hann er sagður hafa verið með til rannsóknar. Trump sagði í gær að það ætti að vera „eins auðvelt og hægt er“ að selja bandarísk vopn svo að aðrar þjóðir kaupi ekki vopn af Kínverjum eða Rússum. „Við ættum að taka störfin og peninga því þetta eru milljarðar dollara,“ sagði forsetinn. Í viðtali við Washington Post sagði Pompeo að hann hefði mælt með því að Trump ræki Linick því að innri endurskoðandinn „græfi undan“ starfi utanríkisráðuneytisins. Skýrði Pompeo ekki frekar við hvað hann ætti en fullyrti að Linick hefði ekki verið rekinn í hefndarskyni fyrir neina rannsókn. „Það er ekki mögulegt að þessi ákvörðun, eða frekar mín meðmæli, til forsetans hafi byggst á neinni tilraun til að hefna fyrir nokkra rannsókn sem var í gangi eða er núna í gangi,“ sagði Pompeo sem staðhæfði að hann hefði ekki vitað hvort Linick væri að rannsaka mögulegt misferli af sinni hálfu. Aðstoðarutanríkisráðherrann Brian Bulatao sagði blaðinu að æðstu embættismenn hefðu misst traust til Linick eftir að upplýsingum um rannsókn hans á hefndaraðgerðum pólitískt skipaðra embættismanna gegn opinberum starfsmönnum var lekið í fjölmiðla. Hann hefði þó engar sannanir fyrir því að það hefði verið Linick sem lak upplýsingunum. Í skýrslu Linick um þá rannsókn voru nokkrir pólitískt skipaðir embættismenn harðlega gagnrýndir fyrir að hafa beitt sér gegn opinberum starfsmönnum fyrir að vera ekki nógu hollir Trump forseta persónulega að þeirra mati. Á viðburði í Hvíta húsinu í gær viðurkenndi Trump að hann hefði boðið ráðherrum og yfirmönnum stofnana sinna að reka innri endurskoðendur þeirra sem hefðu verið skipaðir af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Sumir þeirra hefðu þegið það. Ólíkt öðrum pólitískt skipuðum embættismönnum sitja innri endurskoðendur gjarnan áfram þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti. Alvanalegt er þannig að þeir starfi undir forsetanum úr báðum flokkum.
Bandaríkin Donald Trump Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn. 18. maí 2020 13:18 Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn. 18. maí 2020 13:18
Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12