Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. mars 2020 07:25 Sólveigu Önnu Jónsdóttur var létt þegar fréttamaður náði tali af henni eftir að samningar voru undirritaðir í nótt. Verkföllum hefur verið aflýst. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. Búið er að aflýsa verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar í borginni, en ótímabundnar verkfallsaðgerðir félagsmanna hófustu fyrir rúmum þremur vikum. „Þetta er sannarlega búið að vera langt ferli,“ sagði Sólveig Anna við fréttamann í Karphúsinu þegar búið var að skrifa undir. „Við erum búin að vera í verkfallsaðgerðum nú í ríflega mánuð. En það hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta, samstaða – bæði samninganefndarinnar og félagsmanna – sem sýndu aftur og aftur að okkur var full alvara og við ætluðu sannarlega að ná fram leiðréttingu á kjörum okkar og það hefur okkur tekist núna.“ Hefur verkföllum verið aflýst? „Já, verkföllum er aflýst. Kjarasamningar hafa verið undirritaðir.“ Lausnamiðaður andi Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að skriður komst á viðræðurnar segir Sólveig Anna að fólk hafi loks áttað sig á því að það þyrfti að mæta kröfum félagsmanna Eflingar, auk þess að „lausnamiðaður andi“ hafi komið yfir viðræðurnar. „Sem skilaði þeim árangri að um það bil þrír fjórðu af félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni eru að fara að fá einhvers konar leiðréttingu, til viðbótar við hina margumræddu 90 þúsund króna Lífskjarasamningshækkun. Þetta er stór og merkur áfangi og við ætlum að gerast svo djörf að kalla þennan samning sögulegan og kalla sigur okkar sögulegan og segja það bara fullum fetum að upprisa láglaunakvenna sem starfa hér í borginni, hún er sannarlega hafin. Okkar málflutningur hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta. Og við munum auðvitað halda ótrauð áfram.“ Er þetta betri samningur en þið undirrituðu til dæmis í tengslum við hótelstarfsmenn á síðasta ári? „Þessi samningur færir okkur það sem við vorum að berjast fyrir, sem er viðurkenning á því að þessar vanmetnu kvennastéttir hafi einfaldlega átt betra skilið en að þeim hafi verið afhent. Og við hljótum að gleðjast djúpt og innilega yfir því að loksins, loksins hafi sá langþráði árangur náðst.“ Er stytting vinnuvikunnar inni í þessu? „Já, sannarlega er stytting vinnuvikunnar inni í þessu og ýmislegt annað sem skiptir auðvitað mjög, mjög máli.“ Eins og hvað? „Eins og það til dæmis einstaklingsbundin tækifæri til að fá ýmis viðbótarnámskeið og svo framvegis verða metin. Fólk hefur nú tækifæri til að safna sér inn launuðu námsleyfi og ýmislegt fleira sem skiptir mína félagsmenn mjög miklu máli.“ Ertu sátt við þetta? „Ég er ekki bara sátt, heldur ótrúlega stolt og þakklát. Ég er auðvitað mjög þreytt eins og aðrir meðlimir samninganefndar.“ Ótímabundið verkfall ykkar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Hvað þýðir þessi samningur fyrir þær samningaviðræður? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að hann þýði það að kröfum okkar sem við höfum sett fram þar, um leiðréttingu, verði líka framkvæmt þar. Að það verði gengið að þeim kröfum,“ sagði Sólveig Anna í nótt. Verkföll 2020 Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. Búið er að aflýsa verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar í borginni, en ótímabundnar verkfallsaðgerðir félagsmanna hófustu fyrir rúmum þremur vikum. „Þetta er sannarlega búið að vera langt ferli,“ sagði Sólveig Anna við fréttamann í Karphúsinu þegar búið var að skrifa undir. „Við erum búin að vera í verkfallsaðgerðum nú í ríflega mánuð. En það hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta, samstaða – bæði samninganefndarinnar og félagsmanna – sem sýndu aftur og aftur að okkur var full alvara og við ætluðu sannarlega að ná fram leiðréttingu á kjörum okkar og það hefur okkur tekist núna.“ Hefur verkföllum verið aflýst? „Já, verkföllum er aflýst. Kjarasamningar hafa verið undirritaðir.“ Lausnamiðaður andi Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að skriður komst á viðræðurnar segir Sólveig Anna að fólk hafi loks áttað sig á því að það þyrfti að mæta kröfum félagsmanna Eflingar, auk þess að „lausnamiðaður andi“ hafi komið yfir viðræðurnar. „Sem skilaði þeim árangri að um það bil þrír fjórðu af félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni eru að fara að fá einhvers konar leiðréttingu, til viðbótar við hina margumræddu 90 þúsund króna Lífskjarasamningshækkun. Þetta er stór og merkur áfangi og við ætlum að gerast svo djörf að kalla þennan samning sögulegan og kalla sigur okkar sögulegan og segja það bara fullum fetum að upprisa láglaunakvenna sem starfa hér í borginni, hún er sannarlega hafin. Okkar málflutningur hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta. Og við munum auðvitað halda ótrauð áfram.“ Er þetta betri samningur en þið undirrituðu til dæmis í tengslum við hótelstarfsmenn á síðasta ári? „Þessi samningur færir okkur það sem við vorum að berjast fyrir, sem er viðurkenning á því að þessar vanmetnu kvennastéttir hafi einfaldlega átt betra skilið en að þeim hafi verið afhent. Og við hljótum að gleðjast djúpt og innilega yfir því að loksins, loksins hafi sá langþráði árangur náðst.“ Er stytting vinnuvikunnar inni í þessu? „Já, sannarlega er stytting vinnuvikunnar inni í þessu og ýmislegt annað sem skiptir auðvitað mjög, mjög máli.“ Eins og hvað? „Eins og það til dæmis einstaklingsbundin tækifæri til að fá ýmis viðbótarnámskeið og svo framvegis verða metin. Fólk hefur nú tækifæri til að safna sér inn launuðu námsleyfi og ýmislegt fleira sem skiptir mína félagsmenn mjög miklu máli.“ Ertu sátt við þetta? „Ég er ekki bara sátt, heldur ótrúlega stolt og þakklát. Ég er auðvitað mjög þreytt eins og aðrir meðlimir samninganefndar.“ Ótímabundið verkfall ykkar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Hvað þýðir þessi samningur fyrir þær samningaviðræður? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að hann þýði það að kröfum okkar sem við höfum sett fram þar, um leiðréttingu, verði líka framkvæmt þar. Að það verði gengið að þeim kröfum,“ sagði Sólveig Anna í nótt.
Verkföll 2020 Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29