Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 23:37 Slökkviliðsmenn á vettvangi fara yfir aðgerðir Vísir/Jóhann K. Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.
Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira