„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 20:05 Helgi Vilhjálmsson. Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. Árið 2011 var Gunnar Rúnar Sigurþórsson dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Morðið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu en það þótti sérstaklega kaldrifjað og hrottafengið. Samkvæmt dómskjölum hafði Gunnar undirbúið ódæðið yfir nokkurra mánaða tímabil og réðst hann svo til atlögu að Hannesi þar sem hann lá sofandi á heimili sínu og átti sér einskis ills von. Það vakti því furðu margra þegar Gunnar Rúnar fór að láta á sér kræla, frjáls ferða sinna, í Hafnarfirðinum sumarið 2017 en þá voru einungis 6 ár liðin frá því hann hlaut dóm í Hæstarétti. Þá var Gunnar byrjaður að fara heim til sín í dagsleyfi þar sem hann afplánaði í opnu fangelsi að Sogni. Gunnar er nú á áfangaheimilinu Vernd og sótti vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. Sjá einnig: Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Ísland í dag settist niður með Helga í Góu til að leita viðbragða hans við málinu. Helgi segist gáttaður yfir því að Gunnar sé laus úr fangelsi og eigi erfitt með að skilja af hverju hann sé í Hafnarfirði, þar sem allir þekkja hann. „Ég myndi segja að maðurinn sjálfur og þeir sem eru í kringum hann ættu að ráðleggja honum, reyndu að fara eitthvað burtu, almennilega. Ekki reyna að djöflast í þessu bæjarfélagi þar sem allir þekkja þig,“ segir Helgi. „Hann á bara mjög bágt maðurinn og sennilega eitthvað að honum. Mér sýnist hann bara vera að gefa öllum puttann, eins og kallað er.“ Stunginn nítján sinnum Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir eðlilegt að Gunnar Rúnar vilji vinna og taka þátt í samfélaginu en hann fái ekki tækifæri til þess. Með því að slíta ráðningarsamningi Gunnars sé hann rændur þeim möguleika og segir Guðmundur Hafnarfjarðarbæ þannig gerast sekur um fordóma og útskúfun. Helgi segir að kannski eigi allir rétt á tækifæri til betrunar, það verði þó að hafa í huga hvað viðkomandi gerði. „Sonur minn fékk ekkert tækifæri og afabarnið mitt fær engan pabba,“ segir Helgi. „Það sem hann gerði, hann Gunnar, er eiginlega versta morð Íslandssögunnar. það er að myrða mann á viðbjóðslegan máta. Að stinga hann nítján sinnum. Hann bara hættir ekki. Hinn reynir að berjast alveg fram í rauðan dauðan og þeir eru komnir langt fram á gang af því hann ræðst á manninn sofandi í rúminu.“ Helgi segir þetta fylgja honum alla daga. Annað sé ekki hægt því Hannes hafi verið sonur hans, vinnufélagi og leikfélagi. Þeir hafi gert margt saman. Á sínum tíma segir Helgi að sérfræðingar sem hafi rætt við Gunnar hafi sagt hann sjúkan. Hins vegar sé nú útlit fyrir að honum hafi verið sleppt án skoðunar. Aðspurður hvort Gunnar hafi reynt að hafa samband við hann segir Helgi svo ekki vera. Það sé ekki hægt að biðjast afsökunar á máli sem þessu. Voða skrýtin refsing Helgi segist eiga erfitt með að leyna þeirri skoðun sinni að honum finnist dómstólar hafa brugðist Hannesi syni sínum og allri hans fjölskyldu. Það sé lítið spáð í þeim sem verði fyrir glæpum og kerfið virðist skilningslaust. „Þessi refsing. Þetta eru bara nokkrir dagar. Hann er laus innan við þrítugt. Þetta er voða skrítin refsing sko,“ segir Helgi. Hann segir ennfremur að hann hafi hugsað gífurlega mikið um morð sonar síns og segir þetta óréttlæti á hæsta stigi. „Að taka svona annarra manna líf. Þú getur lent í slagsmálum eða eitthvað en að drepa á viðbjóðslegan mata og plana það,“ segir hann. Helgi segist þakka lögreglunni fyrir það að hafa leyst málið því morðið hafi verið skipulagt. Hlynntur dauðarefsingu „Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Svona maður, sem planar svona vel, það á ekki alveg að fara eftir bókinni og dæma bara svona. Þetta var ekki gert óviljandi. Þetta var ekki gert í æðiskasti. Það var búið að plana þetta mjög vel.“ Þá segist Helgi vonast til þess að hann mæti Gunnari aldrei. Ef svo væri, vonast hann til þess að geta gengið á brott. Helgi segist oft hafa spurt sjálfan sig hvað hann teldi vera hæfilega refsingu fyrir þann glæp sem Gunnar Rúnar framdi og niðurstaðan er nokkuð afgerandi og í rauninni sé hann hlynntur dauðarefsingu í málum sem þessum. „Mér finnst bara að menn sem að gera svona við aðra, eiga bara að fá að gjalda í sömu mynt. Mjög einfalt. Það er mín tilfinning, eftir þetta,“ segir Helgi. „Í svona hryllilegum málum. Menn ættu að vita það, þá yrði þetta kannski ekki til.“ Dómsmál Ísland í dag Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. Árið 2011 var Gunnar Rúnar Sigurþórsson dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Morðið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu en það þótti sérstaklega kaldrifjað og hrottafengið. Samkvæmt dómskjölum hafði Gunnar undirbúið ódæðið yfir nokkurra mánaða tímabil og réðst hann svo til atlögu að Hannesi þar sem hann lá sofandi á heimili sínu og átti sér einskis ills von. Það vakti því furðu margra þegar Gunnar Rúnar fór að láta á sér kræla, frjáls ferða sinna, í Hafnarfirðinum sumarið 2017 en þá voru einungis 6 ár liðin frá því hann hlaut dóm í Hæstarétti. Þá var Gunnar byrjaður að fara heim til sín í dagsleyfi þar sem hann afplánaði í opnu fangelsi að Sogni. Gunnar er nú á áfangaheimilinu Vernd og sótti vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. Sjá einnig: Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Ísland í dag settist niður með Helga í Góu til að leita viðbragða hans við málinu. Helgi segist gáttaður yfir því að Gunnar sé laus úr fangelsi og eigi erfitt með að skilja af hverju hann sé í Hafnarfirði, þar sem allir þekkja hann. „Ég myndi segja að maðurinn sjálfur og þeir sem eru í kringum hann ættu að ráðleggja honum, reyndu að fara eitthvað burtu, almennilega. Ekki reyna að djöflast í þessu bæjarfélagi þar sem allir þekkja þig,“ segir Helgi. „Hann á bara mjög bágt maðurinn og sennilega eitthvað að honum. Mér sýnist hann bara vera að gefa öllum puttann, eins og kallað er.“ Stunginn nítján sinnum Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir eðlilegt að Gunnar Rúnar vilji vinna og taka þátt í samfélaginu en hann fái ekki tækifæri til þess. Með því að slíta ráðningarsamningi Gunnars sé hann rændur þeim möguleika og segir Guðmundur Hafnarfjarðarbæ þannig gerast sekur um fordóma og útskúfun. Helgi segir að kannski eigi allir rétt á tækifæri til betrunar, það verði þó að hafa í huga hvað viðkomandi gerði. „Sonur minn fékk ekkert tækifæri og afabarnið mitt fær engan pabba,“ segir Helgi. „Það sem hann gerði, hann Gunnar, er eiginlega versta morð Íslandssögunnar. það er að myrða mann á viðbjóðslegan máta. Að stinga hann nítján sinnum. Hann bara hættir ekki. Hinn reynir að berjast alveg fram í rauðan dauðan og þeir eru komnir langt fram á gang af því hann ræðst á manninn sofandi í rúminu.“ Helgi segir þetta fylgja honum alla daga. Annað sé ekki hægt því Hannes hafi verið sonur hans, vinnufélagi og leikfélagi. Þeir hafi gert margt saman. Á sínum tíma segir Helgi að sérfræðingar sem hafi rætt við Gunnar hafi sagt hann sjúkan. Hins vegar sé nú útlit fyrir að honum hafi verið sleppt án skoðunar. Aðspurður hvort Gunnar hafi reynt að hafa samband við hann segir Helgi svo ekki vera. Það sé ekki hægt að biðjast afsökunar á máli sem þessu. Voða skrýtin refsing Helgi segist eiga erfitt með að leyna þeirri skoðun sinni að honum finnist dómstólar hafa brugðist Hannesi syni sínum og allri hans fjölskyldu. Það sé lítið spáð í þeim sem verði fyrir glæpum og kerfið virðist skilningslaust. „Þessi refsing. Þetta eru bara nokkrir dagar. Hann er laus innan við þrítugt. Þetta er voða skrítin refsing sko,“ segir Helgi. Hann segir ennfremur að hann hafi hugsað gífurlega mikið um morð sonar síns og segir þetta óréttlæti á hæsta stigi. „Að taka svona annarra manna líf. Þú getur lent í slagsmálum eða eitthvað en að drepa á viðbjóðslegan mata og plana það,“ segir hann. Helgi segist þakka lögreglunni fyrir það að hafa leyst málið því morðið hafi verið skipulagt. Hlynntur dauðarefsingu „Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Svona maður, sem planar svona vel, það á ekki alveg að fara eftir bókinni og dæma bara svona. Þetta var ekki gert óviljandi. Þetta var ekki gert í æðiskasti. Það var búið að plana þetta mjög vel.“ Þá segist Helgi vonast til þess að hann mæti Gunnari aldrei. Ef svo væri, vonast hann til þess að geta gengið á brott. Helgi segist oft hafa spurt sjálfan sig hvað hann teldi vera hæfilega refsingu fyrir þann glæp sem Gunnar Rúnar framdi og niðurstaðan er nokkuð afgerandi og í rauninni sé hann hlynntur dauðarefsingu í málum sem þessum. „Mér finnst bara að menn sem að gera svona við aðra, eiga bara að fá að gjalda í sömu mynt. Mjög einfalt. Það er mín tilfinning, eftir þetta,“ segir Helgi. „Í svona hryllilegum málum. Menn ættu að vita það, þá yrði þetta kannski ekki til.“
Dómsmál Ísland í dag Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira