Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GRO lenti nú um klukkan sjö á Vopnafirði með fimm kafara úr séraðgerðasveit, vegna leitar að manni.
Samkvæmt upplýsingum fer lögreglan á Austurlandi með vettvangsstjórn málsins en auk gæslunnar eru lögreglumenn og björgunarsveit við leit.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að klukkan tvö í dag hafi borist tilkynning um að skipverja af fiskiskipi væri saknað eftir að skipið kom til hafnar í Vopnafirði.
Leit hófst í kjölfarið og stendur enn. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði kemur að leitinni með björgunarskip auk þess sem fjörur eru gengnar. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar og með henni kafarar Gæslunnar.