Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2020 17:00 Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun